12.8.2009 | 16:50
Jæja þá er það fyrsta færslan frá UBC campus
Við komum sem sagt hingað í gær eftir 4-5 klst akstur frá Seattle með dágóðu stoppi á landamærunum þar sem að passarnir okkar voru stimplaðir og ég fékk atvinnuleyfi, svona til öryggis ef að skólinn er ekki alveg að ganga upp. Nóttina á undan sváfum við á ágætishóteli nálægt flugvellinum í Seattle sem heitir Ramada inn og borðuðum við kvöldmat þar, þreyttir ferðalangar voru svo sofnaðir um klukkan 10 að staðartíma en þá er klukkan orðin 5 á íslenskum tíma. Við vöknuðum svo frekar snemma og vorum komin af stað aftur eftir morgunmat og töskuburð um hálftíu -leytið. Þá tók við leiðin frá USA til CAN sem var bara skemmtilegt, það er sko svo sannarlega allt stærra hérna í Ameríkunni 6 akgreinar í hvora átt og skrilljón bílar, vörubílarnir eru svona eins og bíllinn í Meet the Fockers myndinni hérna um árið nema að það bætist við tankur eða kassi fyrir aftan, íþróttaleikvangarnir eru á stærð við hálfa Reykjavík og svo mætti lengi telja.
Eftir að við komum hérna á campus í gær og sáum íbúðina má segja að ég hafi fengið sjokk 1. Inni í þessu herbergi/stúdío íbúð er nefnilega ekki mikið. Hérna er rúm, skrifborð, stólar, sjónvarp, fataskápur, ísskápur, vifta og klósett og sturta og ein kommóða svo að fyrsta verkið okkar var að fara í svona dollarabúð og kaupa diska, glös, hnífapör, skálar og ýmislegt fleira til að geta a.m.k borðað hérna á morgnana og i hádeginu. Ég bað þó Sæma að koma með mér í raftækjabúð á eftir til þess að kanna hvort við getum ekki fengið okkur eina hellu þannig að við þurfum ekki að borða alltaf úti næstu 2 vikurnar því það er svo hrikalega dýrt. Seinni partinn í gær þegar við vorum búin að koma okkur fyrir fórum við á flugvöllinn og skiluðum bílaleigubílnum sem við sjáum pínulítið eftir, því það er svo gott að hafa bíl þegar maður er að læra á allt, en það reddast nú samt fínt. Við tókum svo leigara til baka sem var indverskur og reyndi mikið að tala við okkur en við skildum minna en ekki neitt af því sem hann sagði en hann skilaði okkur á nálægan pub/bar þar sem við fengum okkur að borða. Að því loknu héldum við heim og vorum aftur komin í bælið um 10 að okkar tíma því það tekur greinilega nokkra daga að venjast tímamismuninum. Núna er Sæmi að hitta prófessorinn sinn og ég er að hugsa mér gott til glóðarinnar að fara út að ganga og líta í kringum mig. Kaupi mér víst ekki kort í ræktina hérna fyrr en við flytjum því við verðum á allt öðru svæði þegar við fáum íbúðina okkar. Líf og fjör -V
Athugasemdir
Gaman að heyra í ykkur. Við ætlum einmitt að taka bílaleigubíl aftur á morgun og hafa hann í viku á meðan við erum að koma okkur fyrir, frekar vonlaust að vera ekki á bíl hérna.
Erum á fullu í íbúðarleit annars, skoðum eina í kvöld og síðan 4 aðrar á morgun. Getið lesið ferðablog Valeyjar á dreymandi.blog.is
Eruð þið komin með permanent íbúð?
Kv.
Gaui og Valey
Guðjón Már (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 18:25
Við fengum úthlutaða íbúð í síðustu viku með húsgögnum en hún er svo rosalega lítil að við erum ennþá á bið eftir stærra þannig að það kemur í ljós hvernig verður um mánaðarmót. Vonandi gengur vel í íbúðarleit hjá ykkur.
Varðandi bílaleigubílinn þá reyndist sko allt annað verð á honum heldur en sagði á netinu og hann var margfalt dýrari og við vorum frekar svekkt með það þó það væri æðislegt að hafa bíl. (hvernig var það hjá ykkur?) Anywho, gangi ykkur vel með allt og við fylgjumst spennt með á dreymandi:) KV V&S
Vigdís Finnbogadóttir, 12.8.2009 kl. 18:55
Hæhæ gaman að heyra frá ykkur gott að allt gengur vel, hafið það virkilega gott elskurnar mínar er strax byrjuð að sakna ykkar helling
Kv.unnsan þín :)
p.s. ætla að senda þer póst við tækifæri á FB
Unnur Dögg Lindudóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 19:29
Bílaleigubíllinn stóðst alveg hjá okkur, var um 330$ fyrir tvo daga. Munum núna leigja frá Enterprise, þar kostar vikan 400$ sem er held ég ágætlega sloppið, ætlum að nota þessa viku til að finna íbúð og kaupa síðan bíl, en ég held að maður þurfi alveg örugglega að hafa heimilisfang til að kaupa bíl :)
Ég er kominn með kanadískt númer, (506)-639-1494, endilega sendið mér ykkar þegar þið verðið komin með slíkt. Ég hringi víst frítt milli 3 og 6 á daginn þannig að ég gæti hringt í ykkur þegar þið eruð komin með númer.
Kv.
Gaui
Guðjón Már (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.